Alþjóðasamstarf

ABÍ á aðild að COB sem heldur utan um svo kallað græna korts samstarf. ABÍ ábyrgist að ökutæki sem skráð er í ríki, sem á aðild að COB og hinu fjölþjóðlega samstarfi um notkun grænna korta, en er notað hér á landi um stundarsakir, sé vátryggt lögmæltri ábyrgðartryggingu. Þá annast ABÍ uppgjör tjóna, sem þessi ökutæki valda hér á landi. ABÍ endurkrefur síðan erlenda vátryggingafélagið.

Fjöldi aðildarríkja COB er nú 46, þar af eru aðildarríki EES 31 að tölu. Höfuðstöðvar COB eru í Brussel. Opinber tungumál í öllum samskiptum, þ.m.t. vegna tjóna og tjónsuppgjöra, eru enska og franska. Gagnvart tjónþola, sem snýr sér til ABÍ með kröfu sína vegna tjóns af völdum erlends ökutækis hér á landi, er málsmeðferðin nánast hin sama og hann væri að gera kröfu á hendur íslensku vátryggingafélagi. Öll vinna ABÍ við uppgjörið er hins vegar önnur og meiri en almennt tíðkast og skýrist það af samskiptum og skýringum varðandi íslenskan skaðabóta- og vátryggingarrétt við erlend vátryggingafélög sem endanlega bera ábyrgð á tjóni.

Nánari upplýsingar um COB er að finna á heimasíðu samtakanna, http://www.cobx.org

Núverandi aðildarfélög COB eru eftirfarandi:

A Austurríki

AL Albanía

AND Andorra

AZ Azerbaijan

B Belgía

BG Búlgaría

BIH Bosnía-Hersegóvína

CH Sviss

CY Kýpur

CZ Tékkland

D Þýskaland

DK Danmörk

E Spánn

EST Eistland

F Frakkland

FIN Finnland

GR Grikkland

H Ungverjaland

HR Króatía

I Ítalía

IR Íran

IRL Írland

IS Ísland

L Luxemborg

LT Litháen

LV Lettland

M Malta

MA Marokkó

MD Moldovía

MK Norður-Makedónía

MNE Svartfjallaland

N Noregur

NL Holland

P Portúgal

PL Pólland

RO Rúmenía

S Svíþjóð

SK Slóvakía

SLO Slóvenía

SRB Serbía

TN Túnis

TR Tyrkland

UA Úkraína

UK Stóra Bretland



Þetta vefsvæði byggir á Eplica