Óþekkt ökutæki veldur tjóni

Sé um að ræða óþekkt ökutæki sem valdið hefur tjóni, getur einvörðungu skapast bótaréttur hjá ABÍ vegna líkamstjóns og/eða missis framfæranda, en ekki vegna munatjóns, nema því sé valdið í sama tjónsatviki. Sé t.d. ekið á kyrrstæða, mannlausa bifreið og tjónvaldurinn hverfur af vettvangi, eignast eigandi kyrrstæðu bifreiðarinnar sem ekið var á engan rétt gagnvart ABÍ. Eigandi skemmdu bifreiðarinnar gæti þá átt kröfu á vátryggingafélag sitt, hafi hann keypt kaskótryggingu (húftryggingu), en ella yrði hann að sitja uppi með tjón sitt sjálfur.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica